Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 135 svör fundust

Hvað er átt við með fljótandi gengi?

Sagt er að gengi gjaldmiðils fljóti ef það ræðst á markaði á hverjum tíma, það er fer eftir því hve mikið markaðsaðilar eru reiðubúnir að greiða fyrir viðkomandi gjaldmiðil í erlendri mynt. Andstaðan við fljótandi gengi er fast gengi. Þá er gengið ákveðið af einhverjum, oftast seðlabanka viðkomandi ríkis. Þrátt...

Nánar

Af hverju er verðbólga og hvað er verðbólga?

Við getum skýrt verðbólgu út svona: Ef ísinn sem við kaupum í ísbúðinni í dag kostar 500 krónur, en sams konar ís kostaði 250 krónur í gær og aðrar vörur hækka einnig, þá er verðbólga. Orðið skýrir sig að einhverju leyti sjálft, verðið á hlutum sem við kaupum með peningunum bólgnar. Gylfi Magnússon skrifar ágæt...

Nánar

Hafa útsölur í janúar og júlí áhrif á neysluvísitöluna?

Verðlagsvísitala, eins og vísitala neysluverðs, á að mæla breytingar á markaðsverði tiltekinnar körfu af vörum og þjónustu yfir tíma. Þetta þýðir meðal annars að útsölur eða tímabundin verðstríð hafa áhrif til lækkunar um hríð en síðan hækkar vísitalan aftur þegar útsölum eða verðstríði lýkur. Árstíðabundnar s...

Nánar

Hvers vegna lækka verðtryggð lán ekki þegar verðbólga lækkar?

Verðtryggð lán á Íslandi hækka í takti við vísitölu neysluverðs. Sé verðbólga mikil þá hækkar vísitalan hratt og þá lánin líka. Sé verðbólga lítil þá hækkar vísitalan hægt og lánin sömuleiðis. Lánin geta líka lækkað vegna verðtryggingar en til þess að það gerist þá er ekki nóg að verðbólga minnki eða lækki, verðla...

Nánar

Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf?

Seðlabanki Íslands má kaupa ríkisskuldabréf. Það er tekið fram í lögum nr. 36/2001 um bankann, í grein 8. Hins vegar er jafnframt tekið fram í lögunum, í grein 16, að bankanum sé óheimilt að veita ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum lán. Það var mikið framfaraskref á sínum tíma þ...

Nánar

Hvað eru jaðarskattar?

Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skatt...

Nánar

Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?

Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....

Nánar

Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?

Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og þa...

Nánar

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...

Nánar

Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna? Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi. Eins og kemur fram í svari við spurning...

Nánar

Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?

Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þ...

Nánar

Er hægt að gera sýnilega hluti ósýnilega? - Myndband

Hlutir eru sýnilegir vegna þess að yfirborð þeirra víxlverkar við ljós á ákveðinn hátt og við nemum ljósið með augunum. Einfaldasta leiðin til að gera hlut ósýnilegan er þess vegna að hafa hann í algjöru myrkri. Einnig mætti til dæmis loka augunum, eða setja hlutinn inn í skáp. Líklega er þó ekki átt við það með s...

Nánar

Fleiri niðurstöður